Meistaramót GN
- Þórfríður Soffía
- Jul 21
- 1 min read
Meistaramótið er tveggja og þriggja daga golfmót fyrir félaga GN, haldið dagana 24.-26. júlí 2025, þar sem spilaðar eru 18 holur hvern dag. Fyrirkomulag mótsins er þannig háttað að leikmenn skiptast í flokka eftir aldri og forgjöf. Flokkarnir eru eftirfarandi: Í kvennaflokki: Meistaraflokkur forgjöf 0-54 Í karlaflokki: Meistaraflokkur forgjöf 0-12 1. flokkur forgjöf 12,1 - 54 Unglingaflokkur 18 ára og yngri Öldungaflokkur 65 ára og eldri Meistaraflokkur KK spilar þriggja daga mót (fimmtudag, föstudag og laugardag). Hinir flokkarnir spila föstudag og laugardag. Spilaður er höggleikur innan hvers flokks og eru veitt verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hverjum flokki. Einnig verður punktameistari GN krýndur fyrir þann sem skor

ar flesta punkta að meðaltali í mótinu. Skráning líkur kl 18:00 miðvikudaginn 23. júlí. Á laugardeginum kl:18 verður grillað og haldið uppá 60 ára afmæli Golfklúbbsins. Hægt er að hafa samband við Víking í síma 847-2864 ef það eru vandræði með skráningu.
Comments